Ég er á leið í partý - Fabien kemur hér við efti stutta stund.
Gulli segist þurfa eina vísbendingu í viðbót. Það segir hann þó hann hafi rambað á rétta svarið. Það má segja að ég hafi villt óvart svolítið fyrir um því hinar göturnar tvær sem um ræðir eru engar götur heltur stígar; Unnarstígur og Hrannarstígur.
Þriðja og síðasta vísbendingin átti að vera svo: Gatan liggur niður að því sem öll götuheitin tengjast.
Já, allt eru þetta sjávarheiti eða sjávartengd - og Ægir, Rán, Unnur og Hrönn komin úr Norrænni goðafræði. Bára, Alda og Mar tel ég ekki komin úr Goðafræði.
Gulli telst því sigurvegari og fær jólkortið í ár.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli