31. des. 2004

Það var með trega í hjarta sem Hjörtur kvaddi Kötu, Gulla, Stein og Þorra á brautarstöðinni rétt fyrir hádegi í gær. Því gott fólk dagarnir sem við eyddum saman og nutum um leið höfðu verið svo fjarska góðir.

The Getaway
Café the Minds
De Diep
Anne Frank
Leiden
't IJ
Kalvertstraat
Pathé Tushinsky
Boom Chicago
Rolling Stones barinn
Jassbarinn
Café Chaos
Café Chris
De Beaard...

...svo fátt eitt sé nefnt. Þakka ég þeim fyrir komuna og samveruna og allt hitt. Munið bara alltaf: Eldur, Plága, Flóð - xxx - óver and át.

Við vinnur höldum glóðinni lifandi.

Happí nýtt ár

28. des. 2004

hey annar djókur. ég er er hægh on læn


ehehehehehehehheh

hér eru svo myndir

MYNDIR AF KRÖKKUNUM Í ADAM - HÉR ER NÚ GAMAN EN ÞVÍ FER BRÁTT AÐ LJÚKA
hér eru flestir gestir og sumir með pestir. við erum að drekka bjór og vín og áðan vískí og núna randalín. hey krakkar er ekki gaman í adam? jú, rassgat og prump og svolítill brundur... og blóð. svona er nú málið. já þetta er málið og kötu langar að gifta sig því hér er fallegt. já. hér er nú dásamlegt enda ekki á hverjum degi sem jólin eru haldin í adam. en vildi bara svona láta "heyra" frá mér eða öllu heldur skjást í mig því það eru nú einu sinni jólin og mörg skyldmennin sem hér fylgjast.

en brátt er þetta búið og þá verður ekki aftur snúið. gaman það þessu.

ha, en hjörtur, ertu fullur. nei ég er bara hægh on læf!

20. des. 2004

Sæta Johanna sænska sem ég er svo skotinn í bauð til veislu í gær. Ég ætlaði að nota kvöldið til ritgerðasmíðar en stóðst ekki sindrandi augu hennar sem lýstu upp sál mína undan ljósu lokkum.

Svo ég fór í veislu í gær. Sem var bráðskemmtileg og endaði með því að ég söng og spilaði á gítarinn um klukkan 2:30 í nótt.

Get ekki sagt að ég sé mjög pródúktívur í dag. En svona reyni mitt best. Heimsótti þó hina huggulegu Annelies í hádeginu og skrifaði undir húsaleigusamning og fékk hjá henni lykla.

Eftir fjóra daga verð ég eigin herra hér í bæ, ekki upp á einhverja druslu stúdentaleigumiðlun kominn.

19. des. 2004

Sunnudagur - ekki þunnudagur - enda ekkert drukkið þessa helgina

Nei, Hjörtur það er ekki satt! Jæja, jæja. Maður skutlaði sér nú svosem í búðina í gærkvöldi til að kaupa eina rauðvín með matnum. En það var nú bara til þess að halda upp á ritgerðarlok. Jú, ég lauk við Marlbororitgerðina í gær. Einum degi á eftir á ætlum (en tveimur á undan skilafresti!!)

og niðurstöðurnar?

There may not be a universal meaning that does not change through history, a ?one true meaning?, but The Myth of Marlboro Country comes very close to being one!


Þar hafið þið það.

Í dag: Skrifuð 1500 orð í Spagettívestraritgerðinni.
Á morgun: Skrifuð 1500 orð í Spagettívestraritgerðinni.
Á þriðjudag: Gestagangur

Jólagjafalisti

Nýir hátalarar fyrir diskaspilarann
Nýr diskaspilari
Acoustic með John Lennon
Filth eftir Irvine Welsh
Heimsfriður

17. des. 2004

Brot úr ritgerðinni Roland Barthes in Marlboro Country:

Can Barthes notion of studium and punctum in Camera Lucida explain or elucidate the success of the Marlboro advertisements.

Já, það var mvb sem gat rétt til um kvikmyndina. Það var A Bridge too Far í leikstjón Richards Attenboroughs. Meðal leikara í myndinni eru Anthony Hopkins, Sean Connery, Robert Redford, James Caan, Gene Hackman, Michael Kane o.m.fl.

Á maður ekki að varpa fram enn einnig gátu? Jú

1. Vísbending: Spurt er um lag. Er lagið upprunalega í flutningi bandarískrar söngkönu en eftirminnileg er coverversjón ein hjá skoskri hljómsveit.

16. des. 2004

Hey Hjossy - tell me about iceland - i've heard it's a nice land.

Tru - but lot of ugly women and weak men

Ég er nú hálf þunnur bara. Enda var Haukur hér í gær. Dagskráin var einföld. Pizza, bjór og billi - svo FEBO. Allt eftir settum standard.

2. Vísbending: Kvikmyndin fjallar um gagnsókn bandamanna við lok seinni heimstyrjaldar og á sér stað að mestu í Hollandi. Hún hefur að skarta fjölmörgum velþekktum og vinsælum leikurum, jafnt frá Bandaríkjunum og Bretlandi.

14. des. 2004

Þetta var svo skemmtilegt að ég ætla að varpa fram annarri getraun. Í þetta sinn ögn þyngri.

1. Vísbending: Um er að ræða kvikmynd. Hún gerist á tímum síðari heimstyrjaldar sem einnig er efniviður hennar. Leikstjóri myndarinnar er vel þekktur en hann hefur þó einkum getið sér frægðar sem leikari. Hann er ákaflega virtur í heimalandi sínu og hefur hlotið sérstaka viðurkenningu þjóðhöfðingja síns.
Ég er á leið í partý - Fabien kemur hér við efti stutta stund.

Gulli segist þurfa eina vísbendingu í viðbót. Það segir hann þó hann hafi rambað á rétta svarið. Það má segja að ég hafi villt óvart svolítið fyrir um því hinar göturnar tvær sem um ræðir eru engar götur heltur stígar; Unnarstígur og Hrannarstígur.

Þriðja og síðasta vísbendingin átti að vera svo: Gatan liggur niður að því sem öll götuheitin tengjast.

Já, allt eru þetta sjávarheiti eða sjávartengd - og Ægir, Rán, Unnur og Hrönn komin úr Norrænni goðafræði. Bára, Alda og Mar tel ég ekki komin úr Goðafræði.

Gulli telst því sigurvegari og fær jólkortið í ár.
Það má segja að ég sé kominn í jólaskap. Ég fór nefnilega á pósthúsið áðan. Ekki til að senda jólakort heldur til að senda reikninga. Mundi að ég á inni talsverðan pening hér og þar. Og þar sem eini handrukkarinn sem ég þekki er kominn í fangelsi þá verð ég bara að gera þetta sjálfur, með hjálp póstþjónustunnar.

Enn hafa engin rétt svör borist við getrauninni. Er því mál tilkomið að varpa fram vísbendingu 2.

Vísbending 2. Er gatan staðsett á svæði 101 í Reykjavík. Sker hún þrjár af hinum götunum sex þvert, frá suðri til norðurs.

Kannski það ýti undir svör að veita verðlaun. Verða verðlaunin því eina jólkortið sem ég sendi þetta árið. Það er því til mikils að vinna.
Það er Desember. Í íslensku skrifað með litlu dé. desember.

Í desember vakna lesgraðir námsmenn fyrir allar aldir. Ég vaknaði klukkan 7:45. Sem telst í meðallagi snemma þar sem ég fer yirleitt ekkert á fætur fyrr en um 9, reyndar 9 nánast alla daga.

Geraun:

Ég hefi tekið eftir því að fólk er með getraunir ýmsar á svona síðum hjá sér. Vil ég eigi vera maður minni og skelli hér upp getraun.

1. Vísbending: Spurt er um götu í Reykjavík. Tilheyrir Gatan hópi sjö gatna hverra heiti er hluti ákveðins þema. Skeri heiti götunnar sig þó frá hinum að einu leyti.

13. des. 2004

Leiðbeinandinn minn skrifaði mér rétt í þessu tölvupóst og bauð mér að framlengingu á skilafresti. Ég bað ekkert um svoleiðis en er þó ekkert að afþakka slíka framlengingu. Stefni þó samt á skil fyrir helgi - fyrst maður hafði stefnd á því í upphafi.

Læt þetta ekkert slá mig út af laginu.

Annars var það svólítið merkilegt er við bræður fórum til Zaandam - eða öllu heldur Zaanse Schans og kíktum á vindmillurnar frægu. Ákváðum að fara inn í eina til að skoða hvengig þær virka. Í miðasölunna tók kona á móti okkur og rukkaði um túkall og hálfan á mann. Svo spurði hún hvaðan við kæmum. Hvaðan við komum? Jæja, wij komen uit Ijsland. Ijsland svaraði hún með spenning í röddinni even wachten. Svo dró hún fram bækling á íslensku um litamilluna litlu í Zaanse Schans. Þetta þótti okkur bræðrum merkilegt og lásum hann líka upp til agna.
Til að koma mér í gírinn hef ég smíðað diskaplan fyrir daginn:

1. Cat Power: YOu
2. Rolling Stones: Exile on Main St.
3. The White Stripes: De Stijl
4. The Sugarcubes: Stick around for joy
5. Johnny Cash: American Recordings III
6. Ramones: It's alive
8. Pixies: Surfer Rosa

Og svo auðvitað fjórfaldur espresso

Eftir að hafa analíserað Marlboroauglýsingar megnið af gærdeginum tók ég til við að horfa á enn einn vestrann. Að þessu sinni snilldina High Noon sem skrifuð er á McCarthy tímanum í Bandaríkjunum og er eins konar þjóðfélagsádeila. Fín ræma.

Marlboroskrifum verður haldið áfram í dag. Þetta er nú meiri vitleysan.

12. des. 2004

Nú hef ég verið að skoða Marlboroauglýsingar í allan dag. Ég verð að viðurkenna að MIG ER FARIÐ AÐ LANGA VERULEGA Í SÍGARETTU. MARLBOROSÍGARETTU!!!
Halló halló halló! Á ekki að hleypa inn. Mér var sagt að það væri sjóv.

Hér með tilkyynist það að ég gef engum jólagjafir nema kannski þeim sem koma til með að eyða jólunum með mér hér í Amsterdam. Hins vegar mega þeir sem ólmir eru að gefa mér eitthvað nýta ferð þeirra sem hingað koma um jólin. Ég komst að því fyrir stuttu að það er mun sælla að þyggja en gefa. Sér í lagi þegar maður er bláfátækur.

Annars er það í öðrum fréttum helst að hér gengur innbrotsþjófur laus en annar er í fangelsi. Þeir voru tveir það er rétt.

Í lokin kemur hér vísukorn.

Ég sit hjérna aumur og yrki mitt blogg
einsamall Amsterdambúinn.
Sit oft við gluggan og glugga í Mogg-ann
gamlan að vísu og lúinn.
Færsla 404

Hér verður ekki bloggað um fótbolta. Hér verður bloggað um sunnudaga.

Sunnudagar. Þeir eru í Amsterdam óskaplega huggulegir. Líklega eru reyndar sunnudagar að vetri einir mínir uppáhaldsdagar. Þessi hér í dag er einstaklega fínn. Hófst með því að ég fylgdi föður mínum á brautarstöðina og hjólaði svo að framtíðarheimili mínu á Zaar Peterstraat og hitti hina fögru Annelies til að láta hana hafa nokkur skjöl. Annelies ætlar að leigja mér íbúðina sína á meðan hún verður í Ameríku hjá honum Roger sínum. Ég kom fyrir parketti í þeirri íbúð ásamt Roger fyrr á þessu ári. Ég veit því að hverju ég geng. Að minnsta kosti á hverju ég geng.

En nú ætla ég að skrifa eitthvað gáfulegt um Marlboro. Alveg í einum rikk - þar til Haukur kíkir í hinn venjubundna rúnt á miðvikudaginn. Pizzapleisið - billibarinn. Einfalt en gott.

Svo nokkrir aðrir dagar í Marlboro + Spagettívestra og þá verða jólagestirnir komnir. Vei!

11. des. 2004

Hjörtur Einarsson heiti ég. Ég er frá Íslandi.

Ég fór í partý til hinnar huggulega Rony frá Ísrael um daginn. Þegar ég gekk inn tók ég í spaðann á kærastanum hennar, brosti og sagði svo í hljóði you lucky bastard.

Ég mætti með íslenskt brennivín og fór að ráði MVB. Flaskan var ekki kláruð en allir vildu smakka og flestir sögðu mmm þetta er gott.

Svo settist ég á stól og drakk minn belgíska bjór og þá settist hin huggulega Rony á gólfið fyrir framan mér og sagði so tell me about Iceland. Well what do you wanna know sagði ég og blikkaði hana. Hún skríkti og hvíslaði svo everything. Svo ég hóf að segja frá Íslandi og smám saman safnaðist fólk á gólfið fyrir framana mig og hlýddi á. Mér leið svona eins og afanum í afisegirsögurmómenti. Verst að ég var ekki með pípuna mína.

En spurningin er: Hvur er leynilesandinn á Landsspítalanum lesandi um miðjar nætur?
Það gerist ekki oft. Þetta er bara í annað sinn. En ég keypti mér stöff á Amazon.com um daginn. Það var svona must kaup. Limited útgáfa á nýja Nirvana safninu. Þrír geisladiskar og einn dvd. Þetta var á svo fínum afslætti. En svo fékk ég póst frá Amazon.com:

Greetings from Amazon.com.

We've checked your order, and found that we now offer a greater
discount on "With The Lights Out - Nirvana" than at the time you
placed your order.

Since this item was shipped so recently, we have requested a refund of
$ 4.99 to your credit card. This amount reflects
the difference between the price you were charged for the item(s) and
the discounted price. The refund should be processed in the next few
days and will appear as a credit on your next billing statement.


Ég skal segja ykkur það. Gott mál. MVB ætlar svo að ferja þetta til Íslands fyrir mig. Fyrir það fær hún bestu þakkir.

Nú þarf ég bara að finna einhvern til að ferja þetta hingað.

9. des. 2004

Það er fimmtudagur. Níundi desember. Þegar ég vaknaði var ég harðu á því að það væri föstudagurinn þrettándi. Var að átta mig á því fyrir stuttu að svo er ekki.

Ég fékk útrás fyrir málfræðinördismann í mér í nýrri grein á sellunni. Það er ágætt af og til að fá svona útrás og nú get ég einbeitt mér á ný við kjaftæðið um ljósmyndir.

Annars þakka ég Sveini bróður mínum fyrir stórskemmtilega heimsókn. Það var gaman. Gaman saman.

Tannverkurinn hefur minnkað eitthvað. Mig grunar þó að það sé að þakka Advil pillunum sem ég er búinn að bryðja síðustu klukkustundirnar. Allur hálf dofinn eitthvað í skrokknum. Ég hristi það af mér fyrir partýið í kvöld. Hin huggulega Roni frá Ísrael heldur partý handa Film Þeórí bekknum og ég mæti með lítra af brennivíni. Efast um að það verði klárað.

8. des. 2004

Eitt sinn gerðist það í Reykjavík að ég fór ásamt þáverandi kærustu, MMJ, í tanngarð. Var það að hennar frumkvæði að við parið létum tannlæknanema kíkja á settin okkar, í sitthvoru lagi en þó saman, en ég hafði þá slegið ferð á tannlæknastofu á frest í nokkur ár. Eftir að tanlæknanemi á, tja, öðru ári eða eitthvað, var búinn að skoða í mér settið og kíkja á röntgenmynd af djásnunum leit tannlæknanemi af, tja fjórða ári eða eitthvað, á kransinn. Svo horfði hún, tannlæknaneminn, djúpt í augun á mér og ég varð vandræðalegur því að þáverandi kærasta lá á næsta bekk, að vísu með hendur einhvers gaurs í kjaftinum á sér, skárra þar en annarsstaðar hugsaði ég þá, og tilkynnti mér að settið væri í lagi en vísdómstönnin lægi á taug, tannlæknaneminn altso ekki fyrrverandi kærastan. Hún spurðið mig, með blik í auga, hvort ég fengi ekki ægilega verki þarna í vinstri kjálkann. Nei, svaraði ég feiminn og spurði: Ætti ég að fá slíkt? Tja, sagði hún og strauk mér um vangann, ef ekki nú þá að minnsta kosti á næstunni. Sjáðu til, hún sýndi mér röntgenmyndina af tanngarðinum neðri, hér er tönnin og hér er taugin. Ég skoðaði myndina og ímyndaði mér hvað hún var að segja. Ef þú lætur ekki taka tönnina bráðlega þá á hún eftir að leggjast ofan á taugina, ég leit á básinn við hliðna til að athuga hvort gaurinn væri búinn að leggjast á þá fyrrverandi. Svo var ekki. Nújá, svaraði ég og smelli í góm, eigum við þá ekki bara að kippa henni upp snöggvast. Tannlæknaneminn af fjórða ári, hugguleg snót, asísk í útliti, leit á mig skásettum augum, glotti hæðnislega og svaraði svo með hægð: Neinei, við ráðum ekkert við svona stóraðgerðir hér, þú verður að fara til alvöru tannlæknis.

Nú eru liðin tvö ár og MMJ ekki lengur kærastan mín en í staðinn kominn ægilegur verkur í hægri kjálkann. Ég get nú ekki sagt að þetta séu góð skipti. Næst þegar ég eignast kærustu ætla ég að láta hana senda mig til tannlæknis.

7. des. 2004

Sigurður Ólafsson Stokkhólmsbúi ásamt með fleiru hvetur mig til dáða á ritvellinum. Ég ku víst vera svo skemmtilegur. Lofa ég þó öngvum skemmtilegheitum hér heldur mestmegnis kvabbi.

Til þess að komast inn í félagslega leigumarkaðinn (sem húsgæslumaður (löng saga)) þarf ég að fá staðfestingu frá borgaryfirvöldum um að ég sé skráður íbúi í Amsterdam. Til þess að fá slíka staðfestingu þarf ég að framvísa dvalarleyfi í Amsterdam. Til þess að fá dvalarleyfi í Amsterdam þarf ég að vera skráður íbúi í Amsterdam. Til þess að vera skráður íbúi í Amsterdam þarf ég að að hafa dvalarleyfi í Amsterdam. Þess vegna sækir maður um dvalarleyfi og skráir sig sem íbúa á sama tíma. Það gerði ég í júlí. Til þess að fá skráningu þarf ég að framvísa húsaleigusamningi og passa og fæðingarvottorði. Ef maður er fæddur í landinu sem passinn er gefinn út þá er passinn látinn nægja. Ef maður er fæddur annarsstaðar þá þarf maður að fá fæðingarvottorð, með stimpli frá fæðingarlandinu. Ég er fæddur í Noregi. Ég er ekki skráður íbúi í Amsterdam af því að ég sótti ekki dvalarleyfið mitt. Ég sótti ekki dvalarleyfið mitt af því að tilkynningin um að það væri tilbúið var send á gamla heimilisfangið mitt. Þeir sendu mér tilkynninguna á gamla heimilisfangið af því að ég var skáður þar í fyrra. Í sumar sendi ég inn umsókn um framlengingu dvalarleyfis auk þess sem ég tilkynnti breytingu á skrásetningu. Þar liggur hundurinn grafinn. Dvalarleyfið var endurnýjað en umsókn um breytingu á skáningu var send áfram til skráningardeildar (sem er næsti bás við dvalaleyfisendurnýjunardeild) og þar á leiðinni (líklega í hólfnu sem á stendur "gögn send áfram frá dvalarleyfisendurnýjunardeild til skráningardeildar) týndist hún. Dvalarleyfisendurnýjunardeild og skráningardeild eru til húsa í Slotervaart sem er í 40 mínútna fjarlægð frá núverandi heimili mínu (hvar ég er einmitt ekki skráður). Það merkir ein klukkustund og tuttugu mínútur fram og til baka, undir venjulegum kringumstæðum. Þetta uppgötvaði ég þegar ég hafði farið að húsnæðinu sem dvalarleyfisdeild (athugið, ekki dvalarleyfisendurnýjunardeild) er til húsa eftir að mér var vísað þangað frá Ráðuhúsinu. Dvalarleyfisdeild er í 20 mínútna fjarlægði frá núverandi heimili mínu, í hina áttina. Ráðhúsið, hvar staðfestingumskráningudeild er til húsa er aðrar tíu mínútur frá heimili mínu og dvalarleyfisdeild. Samtals gerir þetta tvær klukkustundir. Ferðalag mitt var því svo: Heimili mitt - Ráðhús (10 mín) . Ráðhús - heimili mitt (10 mín) . Heimili mitt - Dvalarleyfisdeild (20 mín) . Dvalarleyfisdeild - Dvalarleyfisendurnýjunardeild og skráningardeild (60 mín) . Dvalarleyfisendurnýjunardeild - Heimili mitt (40 mín) . Biðtími í ráðhúsi (10 mín) biðtími í dvalarleyfisdeild (5 mín) . Biðtími og afgreiðlutími í Dvalarleyfisendurnýjunar- og skráningar deild (35 mín) = Skráning: Þrjár klukkustundir og tíu mínútur (plús þrír virkir dagar sem tekur skráningu að taka gildi).

Pirraður - ehm, já, en bara smá.

1. des. 2004

Hollendingar - ágætir svo sem en ekkert sérlega þjónustuglaðir.

Á flestum stöðum hér í landi má finna svo kallaða "þjónustufulltrúa", í súpermarkaðunum, í bankanum, í leigumiðluninni, í skólanum, á bókasafninu, á lestarstöðinni o.s.frv., a.m.k. svona upplýsingafulltrúar og jafnan eru þeir fyrsta bás sem blasir við þegar komið er inn á viðkomandi staði. Hins vegar, sé maður svo ólánsamur að þurfa leita upplýsinga hjá þeim þá er svarið jafnan, het weet ik niet, ellegar neem, dat kan niet sem útleggst á íslensku, það veit ég ekki og það er ekki hægt. Oft minnir þetta mig á Radíusflugurnar í denn sem yfirleitt fjölluðu um þjónustufulltrúa sem sögðu, nei, það sé ekki hægt.

Pirraður - Tja - þegar maður kemur móður og másandi á leigumiðlun vegna tryggingarupphæðar sem búið er verið að rukka mig um í mánuð, fimm mínútur yfir þrjú og segir glaðhlakkalega, halló ég er kominn hingað langa leið til að greiða ykkur péning, og svarið er: nei, það er ekki hægt, innheimtan er bara opin til þrjú. Hvergi nema í Hollandi neita fyrirtæki manni um að borga greiðslu sem í sjálfu sér er algjört formsatriðið bara vegna formsatriða.