23. jún. 2004

Hvað get ég sagt!

Tveir frábærir leikir. Tvenn frábær úrslit!

Holland sýndi sitt rétta andlit, fyrir utan þegar þeir skoruðu úr vítaspyrnu (sem er sjaldgæft). Tékkar héldu áfram yfirferð sinni um Evrópu og bræddu þýska seiglustálið!

Nú er að sjá hvernig spá mín rættist

Spánn >>> Portúgal
Portúgal >>> Grikkland

Frakkland
England

Ítalía >>> Svíþjóð
Danmörk

Tékkland
Holland

Jú, ég myndi segja að mér hafi gengið óskaplega vel. Fimm af átta, af þeim átta sem ég spáði áfram voru sex rétt. Svíþjóð og Grikkland komu á óvart. Eða voru það Ítalía og Spánn sem komu á óvart?

Engu síður hér kemur framhaldið:

Ég sagði Spánn England. Niðurstaðan Portúgal England. Ég sagði Portúgal Frakkaland. Niðurstaðan Grikkland Frakkland. Ég sagði Ítalía Holland. Niðurstaðan Svíþjóð Holland. Ég sagði Tékkland Danmörk. Það var rétt.

Þá er það spáin.

Portugal vinnur England, þrátt fyrir Rooney. Frakkland vinnur Grikkland. Holland rétt nær Svíþjóð og Tékkar halda áfram sigurgöngu sinni.

Þetta þýðir: Portúgal - Holland og Frakkland - Tékkland.

Ég ætla að leggjast undir feld áður en ég spái um framhaldið

Engin ummæli: