21. júl. 2006

föstudagsgetraun

Svarið við síðustu getraun var að sjálfsögðu Poke a Pal!

Talandi um góð lög þá verður ekki hjá því komist að nefan Visions of Johanna sem eitt af betri lögum heims. Amk eitt af betri lögum Bob Dylan. Og hvað er svo sem Bob Dylan annað en heimurinn. Eða í það minnsta hluti af heiminum.

Utan þessa hrings er veröld mín...

Til að bregðast við fátíðum heimsóknum á þessa síðu er ég að hugsa um að minnka uppfærslutíðni hér. Í anda Strætó.

19. júl. 2006

Ofurmennið

Menni - i-hljóðverptur maður
Kvendi - i-hljóðverpt kona
Fygli - i-hljóðverptur fugl

Ofurmenni, tálkvendi, illfygli.

Eðlisbreyttir aðilar.

Er i-ending þarna einhverskonar einkunnarending?

Hvað segja málfræðingar?

15. júl. 2006

Heimsmeistarakeppni

Áhrifa heimsmeistarakeppninnar í fótbolta gætir víða. Sunnudaginn 9. júlí voru heimsóknir á þessa síðu í sögulegu lágmarki. Eins og sjá má.





Áhrifa nýrrar borgarstjórnar gætir strax. Þjónusta strætó verður skert og nú þurfum við sjálf að þrífa götur borgarinnar. Úthverfavæðingin verður tvöfölduð og fuglar í borginni skotnir á færi.

Húrra!

13. júl. 2006

Framsóknarflokkurinn

Um þessar stundir gengur Framsóknarflokkurinn í meinta endurnýjun lífdaga.

Öll forystusveitin hefur undanfarið komið fram í fjölmiðlum og tjáð sig um vanda flokksins.

Í þeirri umræðu hefur aldrei komið fram að hugsanlega geti vandi flokksins stafað af ótraustri málefnastöðu flokkins sem hjóti einfaldlega engan hljómgrunn á meðal fólksins í landinu.

Eða er ég kannski bara einn um þá skoðun?

12. júl. 2006

Ferð með Norrænu til sölu

Til sölu er 25.000 króna inneign fyrir ferð með norrænu sem gildir til loka árs.

Tilboð sendist í tölvupósti

hjortur


hjá


gmail


eða í kommentakerfi

Ráð til svindls

Samkvæmt bílaleigusamningi má ég ekki færa bílinn yfir landamæri Króatíu til suðurs. Geri ég það gilda tryggingar a.m.k. ekki.

Hvað er til ráða?

11. júl. 2006

De grote reis door Oost-Europa

ða ferðin mikla um Austur-Evrópu

Nú fer allt að smella saman. Stefnan er fyrst tekin á Gautaborg og þaðan verður flogið til Prag og með góðri hjálp uppáhalds systur minnar verður tekinn bíll á leigu og keyrt:

Tékkland, Slóvenía, Króatía, Svartfjallaland og til baka. Auk þess korter í Herzegóvínu, s.k. inn-út aðgerð.

Hvað segið þið? Einhver ráð, vísbendingar, tillögur?

Annars telst þetta nú líklega meira til Suður-Evrópu. A.m.k. Suð-Austur Evrópu.

6. júl. 2006

4. júl. 2006

World Press

Ég fór með Jóhönnu á útsölu um daginn. Í kringlunni. Á meðan hún keypti sér skó gekk ég um og fylgdist með öllum hliðum mannlegs harmleiks. Ekki hjá samborgurum mínum í kringlunni heldur fólki í útlöndum sem má þola stríð og ofbeldi, náttúruhamfarir og aðrar hörmungar. Í gangi var sýningin World Press Photo.

Ég er enn að reyna að átta mig á hvað mér finnst um að hafa sýninguna í Kringlunni. Gott dæmi um fyrringuna á vesturlöndum eða góð aðferð til að sýna sem flestum hvað við höfum það í raun gott?

Meira um það á Múrnum á Laugardaginn.